Lyfjaskömmtun
Lyfjaskömmtun er góð leið til að koma reglu á lyfjamálin, að rétt lyf séu tekin inn á réttum tíma og tryggja þannig sem bestan árangur af lyfjameðferðinni.
Við tökum að okkur lyfjaskömmtun, hefðbundna handskömmtun í lyfjabox. Handskömmtun fer fram í apótekinu og er án endurgjalds. Auðvelt er að breyta lyfjagjöf með stuttum fyrirvara. Hægt er að fá skammtað í box samdægurs. Skammtað er fyrir 7 – 28 daga í senn.