Um okkur

Apótek Suðurlands ehf er sjálfstætt starfandi apótek sem var opnað í júní 2019. Eigendur þess í dag eru Ásrún Karlsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Guðmunda Þorsteinsdóttir. Í apótekinu starfa 3 lyfjafræðingar og 2 lyfjatæknar ásamt sérþjálfuðu starfsfólki.

Markmið okkar er að veita faglega og persónulega þjónustu og bjóða vörur á hagstæðu verði.

Apótek Suðurlands er staðsett miðsvæðis á Selfossi við Austurveg 24-26. Aðgengi er gott og bílastæði eru framan við húsið. Einnig eru næg bílastæði vestan við húsið, við hlið A4.